Lentur lifandi !

jæja..

Takk kærlega fyrir fallegar og hlýjar kveðjur. Þetta er mikilvægt að heyra og finna fyrir þegar maður fer frá heimahaganum.

Þetta tókst. Flughræðslan var minn nú en nokkurn tíman áður sem er frábært. enda verð ég nú að losna við þennan kvilla þar sem ég er að fara að vinna á kastrup. Flugfreyjurnar hjá Icelandexpress eru alltaf sömu gullmolarnir. ég læt alltaf vita að ég er hálf flughræddur og eins og vanalega fylgdust þær með mér og veittu mér mikilvægan stuðning.

Við lendingu skoðaði ég hvar búðin verður staðsett. Er á frábærum stað. Þeir sem fara með Icelandexpress lenda nú eiginlega hliðina á henni. Svo það verður straumur að kaupsjúkum íslendingum.

Ég fékk svo íbúðina afhenta í dag. Konan er ósköp almennileg. Hún og maðurinn hennar eiga lítin bústað í kristjánshöfn og fara þangað öll sumur og búa þar. Þau ákváðu að leigja íbúðina út þar sem maðurinn hennar er kominn á eftirlaun og fær mjög lítið frá kerfinu svo þau eru að drýgja tekjurnar.

Svo núna sit ég á svölunum með einn eða tvo..kannski 3 bjóra að njóta lífsins.

yfir og út !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svandís Rós

Kvitt kvitt... góða skemmtun í Köben!

Svandís Rós, 14.5.2007 kl. 20:28

2 identicon

wúnderfúll!! hlakka til a sjá þig eftir viku

guðrún karls (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 20:50

3 identicon

hæ palli minn...

hafðu það ofboðslega gott í köben...hugsa til þin :*

Catia (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 01:51

4 identicon

Velkomin til Kóngsins Köben :) Ohhhh hlakka til ad sitja med thér...og Önnu...á svölunum med rautt/hvítt og bjór eftir góda máltíd :-D

Elísa (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 10:53

5 Smámynd: Júlía Margrét Einarsdóttir

Svo lengi sem það er sófi þar sem ég get krassað þá er þetta flott íbúð.

Júlía Margrét Einarsdóttir, 15.5.2007 kl. 16:38

6 identicon

frábært  ég vona að þú hafir það sem allra best í sólinni með bjór í hendi  hlakka til að fá fréttir af þér

Henný (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 23:19

7 identicon

Vííí gaman að lesa um köpen þegar maður er að springa úr spenningi yfir að vera að fara að koma í heimsókn !

Njóttu bjóranna

Elva Sprellva (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 12:33

8 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Ég treysti á að þú fáir þér einn, tvo eða þrjá fyrir mig líka!

erlahlyns.blogspot.com, 16.5.2007 kl. 23:25

9 identicon

Hæ Palli minn!

Hafðu það gott í Danaveldi og skál ;) Það verður gaman að fylgjast með og sjá þig njóta lífsins á nýjum stað!

Sigga K (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 21:04

10 identicon

OOO æðislegt hjá þér Pallli að skella þér til kóngsins Köben...svo yndisleg borg! Njóttu lífsins og hafðu það rosa gott

SunnaSweet (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband