23.4.2007 | 17:46
hummmm
Hvernig er það að þegar mér finnst gott að Frjálslyndiflokkurinn hafi komið á stað þessari innflytjendaumræðu að þá er ég oft kallaður rasisti eða fordómafullur?
Hvernig er það að þegar ég styð ekki allar þær leiðir sem feminístar á Íslandi fara til þess að koma á jafnrétti til fulls milli kvenna og karla að þá er ég kallaður karlremba?
Reyndar hef ég lesið stefnu Frjálslyndaflokksins varðandi málefni innflyttjenda og þar kemur ekkert í ljós, að mínu mati, fordómar gagnvart innflytjendum. En þessir fordómar koma í ljós Hjá jóni magnússyi og Viðari. En þeir sem telja Frjálslyndaflokkinn fordómafullann flokk þá bendi ég þeim á að lesa stefnumál þeirra í málefnum innflytjenda.
Athugasemdir
Það er svosem alveg rétt að í stefnuskrá Frjálslynda flokksins sér maður ekki sömu niðrandi orðin og sömu fordómafullu orðræðu eins og forkólfar flokksins viðhafa í sinni pólitík. Ekki bara Jón og Viðar heldur líka Magnús Þór, Sigurjón, Valdimar Leó og aðrir. Hins vegar er stefnumálið, að vilja gera innflytjendum enn erfiðara að setjast að hér á landi, alveg hræðilega ósympatískt og ég er ekki hissa á því að forkólfar FF hafi gerst sekir um niðrandi ummæli og úthrópanir í garð innflytjenda.
Reyndar held ég að það sé alveg hægt að vilja setja strangari reglur um innflutning fólks til landsins án þess að vera endilega rasisti (þó svo að ég vilji það sjálf alls ekki, frekar þyrfti að rýmka þær). En ég held að maður þurfi að vera illa upplýstur og auðtrúa til þess. Hver er þín skýring?
hee (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 09:29
stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins virkar líka alveg þvílíkt mannúðarleg...
Júlía Margrét Einarsdóttir, 1.5.2007 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.