18.4.2007 | 09:15
Óvænt heimsókn.
Ég var í rólegheitunum að undirbúa kvöldmatinn í gær. Var að skera niður grænmeti og steikja kjúkling enda frábært kjúklingasalat á matseðli kvöldsins. Þá var dinglað. Ég rölt í mínum mjög svo slitna bol og mjög svo ljótum og teygðum náttbuxum og athugaði hver var þar á ferð.
Þar stóðu félagar mínir jóhanna Sigurðardóttir og Helgi Hjörvar. Þau voru að þramma hverfið og dreyfa framboðslita Samfylingarinnar og boðsmiða í fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Fannst mér þetta gott framtak og hafði ég gaman af. Voru þau bæði glaðleg og hress.
Eftir á bölvaði ég samt sjálfum mér að hafa ekki verið í smá smartari dressi. Ég er oftast bara á náttbuxum heima hjá mér en nú voru allar þær "flottu" í þvotti og leit ég eins og hinn versti umrenningur.
Svo vil ég biðja littlu konuna sem veður í russlatunnurnar á Leifsgötu og leitar af dósum að hætta því. Þetta er svoldið subbulegt !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.