17.4.2007 | 16:25
Hvað er í gangi ?
Hvað er eiginlega í gangi hjá Íslandshreyfingunni? Það er búið að taka þetta samkurl alltof langan tíma að stilla sína strengi og finna fólk sem hefur haft áhuga á að vera í framvarðarsveit fyrir þetta ný stofnaða framboð. Ég held að árangur Íslandshreyfingarinnar í skoðanakönnunum sé akkúrat þessu að kenna. Svo þegar framboðið birtir loksin framvarðarsveitina sína þá fáum við einungis 5 nöfn, það er allt of sumt.
Fólk var spennt í byrjun og vildi taka þátt í þessu frá upphafi. Framboðið lofaði oftar en einu sinni að birta listana sína en ekkert varð úr. Stefna framboðsins virðist vera út og suður og slagorðið lifandi land á nú ekki vel við framboð sem mælist með 2,9%. Þeir hafa misst af flestum kappræðum í sjónvarpi og þar af leiðandi misst af miklum tækifærum.
Ég held að þetta framboð sé löngu búið að skjóta sig svakalega í fótinn og eigi ekki viðreisnar von um að ná að rétta úr kútnum fyrir kjördag.
Þetta leit vel út en þetta er þeim sjálfum að kenna. Sorglegt.
Jakob Frímann í 1. sæti á lista Íslandshreyfingar í Suðvesturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að þetta sé rétt hjá þér. Það virðist sem allur vindurinn sé úr framboðinu. Það sem Íslandshreyfingin þarf núna til að bjarga sér eru þungaviktarnöfn í norðurkjördæmunum, helst þekktir sjálfstæðismenn, því ég held að eini möguleiki Ómars og félaga nú sé að hala fylgi af Sjálfstæðisflokknum. Annars gengur þetta ekki upp og gerir ekkert annað en að hjálpa ríkisstjórnarflokkunum.
Guðmundur Auðunsson, 17.4.2007 kl. 17:40
Takk fyrir athugasemdina. Ég bjóst einnig við meiri þungaviktarmönnum hér í Reykjavík og suður- og suðvesturkjördæmi. En núna þurfa þeir að fara að leita á hægri miðin eins og framboðið sagðist ætla ða gera.
Páll Einarsson, 17.4.2007 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.