16.4.2007 | 14:33
Svo sorglegt !
Ég á það til að flakka milli heimasíðna stjórnmálaflokka á Íslandi og skoða menn og málefni. Eru þetta skýrar og flottar heimasíður að mínu mati þar sem kjósandi getur fengið þær upplýsingar sem hann þarf til að hjálpa sér að komast að niðurstöðu hvern hann kjósi nú í vor.
En ekki er hægt að segja það sama um Íslandshreyfinguna. Sú heimasíða er virkilega illa gerð og mjög svo óspennandi. Enginn metnaður er í hana lagður og fælir hún líklegast þá sem ætla að kynna sér framboðið á netinu. Reyndar er íslandshreyfingin með mogga blogg þar sem á sér stað uppfærslur og einhverjar upplýsingar er hægt að nálgast þar.
Vandræðagangur þessara hreyfingar er með ólíkindum. Fólk veit varla hverjir leiða listan nú þegar minna en mánuður er til kosninga ef undan er skilið að í gær fengum við að vita hvaða 5 einstaklingar leiða listana í Reykjarvíkukjördæmunum báðum.
Slagorð þeirra er lifandi land en ég tel að hún sé nú þegar í dauða teygjunum. Mælast með um 2,9% og agnúast hvað mest út í Frjálslynda vegna biturleika Margrétar Sverris.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.