spá og spekúlera

Ég horfði á Kastljósið í gær.

Þar voru aðilar flokkanna allra sem bjóða sig fram til þings fyrir utan baráttusamtakanna. Ekki var þessi þáttur spennandi fannst mér. Frambjóðendum var styllt upp stjórn á móti stjórnarandstöðu. Hefði nú verið eðlilegra ef dregið hefði verið um sæti. Hversvegna er stillt upp valdamönnum andspænis fjórum andstæðingum?

Frambjóðendurnir fengu varla tækifæri að ræða sín mál eða fá að svara þeirri gagnrýnni sem var þar sem tíminn var of naumur. Þátttakendur í hvorri umferð fengu 3 innkomur, svo að ekki var hægt
að segja mikið.

Þessir fundir sem hafa verið bæði hjá RÚV og stöð2 hafa verið leiðinlegir. þungir og óspennandi. Fundirnir á stöð2 eru mun verri að mínu mati þá vegna þess hversu lélga er að honum staðið tæknilega séð. Hljóð og lýsing með versta móti og klippingarnar inn á milli skota lélegar þar sem þáttastjórnendur vita varla hvort þeir séu í beinni eða ekki.

en já ég er kannski smámunasamur.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband