28.3.2007 | 20:11
Eurovisíjón er fúlasta alvara !
..jæja..
Hérna getið þið séð Úkraínska lagið sem mun keppa á móti Eiríki okkar Hauksyni. Samkvæmt nýjustu veðbönkum er þessu lagi spáð 7. sæti en laginu okkar ekki nema því 29.
Ég veit ekki hvað skal segja um þetta lag. Þetta er tryllingslegur-rafrænn-austurevrópskur-teknó-slagari með karlmanni með álfahúfu í silfurdressi, hvítum sokkabuxum, sólgleraugu og með dautt dýr um hálsinn á sér. Lagið er sungið á þýsku og ensku og erfitt er að greina hvor kaflinn er sunginn á þýsku eða þá ensku.
Ég verð þó að viðurkenna að þetta lag finnst mér met! Hver segir svo að silvía Nótt hafi ekki haft áhrif á keppnina.
http://www.youtube.com/watch?v=4MXHl1LVkas
Athugasemdir
Kristur á krossinum.. þetta verður spennandi keppni greinilega!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 31.3.2007 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.