27.3.2007 | 17:55
Frambjóðandi með áhyggjur af svitalykt!
...jæja
Ég geri ekki mikið af því að flakka á milli síðna hjá fólki sem ég þekki ekki. En ég rakst á síðu hjá Fanný Guðbjörgu Jónsdóttur sem er í 3. sæti framsóknarflokksins í Reykjarvíkur kjördæmi norður.
Hún segir þar í einni færslunni sinni:
"Síðasta laugardag fékk ég þann raunveruleika beint í æð að þegar íslendingar og aðrir sem eru að skemmta sér, dansa og hafa gaman þá eru þeir verulega illa lyktandi. Ástæða? það má ekki reykja inn á þessum skemmtistað (Iðusalir) "
Hún heldur áfram:
"Sorry, en 1. júní þegar reykingar verða bannaðar inn á veitingahúsum og skemmtistöðum þá verður lyktin sérstaklega inn á skemmtistöðunum ríkjandi af vökva sem vellur út úr svitaholum landsmanna."
Ekki veit ég hvort að hún Fanný reykir en þetta eru rök flestar sem reykja. Að skemmtistaðir og kaffihús verða illa lyktandi af svitafýlu. Ósköp eru þau rök döpur að mínu mati. Að halda því fram að fólk sé illa lyktandi á skemmtistöðum vegna þess að bannað er að reykja. Ég hef nú farið út á lífið í Svíðþjóð og hef ekki verið var við þessa miklu svitalykt sem Fanný talar um og þar er bannað að reykja. Einnig hef ég heyrt þau rök að ef reykingar verði bannaðar þá verður fólk vart við ælulyktina. Eru þetta einu rökin ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.