2.2.2007 | 11:12
egó-boozt!
jæja...
ofurtrú á stjórnmálamönnum er ekki holl að mínu mati. Vladimir Pútín hélt blaðamannafund sem stóð í um 4 klukkustundir og fékk 65 spurningar.
Ein fréttakonana byrjaði mál sitt á nokkuð sérstæðan hátt, Halló, þú óviðjafnanlegi Vladimir Vladimirovich," þegar hún bar upp spurningu um spillingu opinberra embættismanna í Vladivostok. Spurninguna endaði hún svo á orðunum: Þú veist allt. Þú getur gert allt. Hvernig ætlarðu að bjarga okkur frá þessum glæpamönnum?
þetta minnir mig nú bara svoldið á Davíð Oddson tímabilið. Þegar hann mætti í hvert drottningarviðtalið á fætur öðru og engin þorði að bjóða honum byrginn (ekki bjóða honum í byrgið). Þeir sem það gerðu voru lagðir í pólitískt einelti af hálfu þingflokksins og kolkrabbans gamla sem er nú í bráðri útrýmingarhættu.
Daðrað við Pútín á blaðamannafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er rétt, hann mætti bara í drottningarviðtöl og fréttamenn og konur þorðu varla að spyrja hann spurninga!
Hann mættir reyndar alltaf seint í kryddsíldina þar sem hann var að taka upp áramótarávarpið... en Geir H. Haarde mætir alltaf á réttum tíma...hummm
Páll Einarsson, 2.2.2007 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.