ég er frjáls...

Ýmsir öfga trúarhópar hérna á Íslandi eru mjög uppteknir að reyna að afhomma fólk. Reyndar tala þessir sömu hópar aldrei um að aflesbía fólk... ætli það sé nokkuð synd ?

Fíladelfía var með ráðstefnu sem bar nafnið "frjáls frá samkynhneigð" og hefur sú ráðstefna líklegast verið mjög áhugaverð og umfram allt hlutlaus. Eða hvað? Þar talaði Alan Chambers um baráttu sína gegn kynvillu. líklegast hefur umræðan snúist um samkynhneigða karlmenn þar sem ég efast um að hann hafi reynslu að vera lesbía. svo en á ný er bara talað um að afhomma en ekki aflesbía.. kannski óþarfa smáatriði hjá mér en ég hef lengi pælt í þessu. líklegast er lesbískt atferli ekki synd í þeirra augum.

 Samkynhneigð virðist fara hvað mest í taugarnar á hinum "umburðarlyndu" öfgahópum hér á landi. Eru þeir vanalega uppteknir að vera með skítkast og leiðindi og gleyma þá jafnan því sem kemur fram í biblíunni. smá dæmi:

"Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra"

"Hví sérðu flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?"

Þessir einstaklingar vitna oftast í biblíuna og virðast geta þulið allt sem þar kemur fram. En þegar málin snúast að því meini sem samkynhneigð á að vera þá virðast þessir menn missa sjónar af þessari biblíu og það eina sem þeir muna eftir er orðið synd.

Hvernig væri að fá hérna einstaklinga sem getað af-barnaperrað fólk með einni bæn? Hvernig væri að fá hingað mann sem gæti blessað drykkjarvatn íslensku þjóðarinnar til að forða okkur frá eiturlyfjum? það hlýtur að vera hægt.. meina af hverju að stoppa við samkynhneigð!

Hvers vegna er samkynhneigð versti óvinurinn? Þessi fyrirlestur hét eins og ég sagði áðan "frjáls frá samkynhneigð" hvenær verða samkynhneigðir frjálsir frá öfgatrúarhópum? ég held að þessir hópar eigi að láta samkynhneigða einstaklinga vera og þá muni þeir loksins sjálfir vera frjálsir..

 ...smá pæling.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef aldrei getað skilið svona.

Ég er reyndar ekki trúuð en ég get alveg ímyndað mér að ef ég hefði fengið öðruvísi uppeldi, hefði öðruvísi viðhorf til lífsins og byggi við aðrar aðstæður, væri ég ef til vill trúuð. En ég get ekki með nokkru móti ímyndað mér að ég gæti sett mig upp á móti samkynhneigð, hversu mikið sem ég reyndi, og hvaða setningar úr Biblíunni væru margtuggnar fyrir mér. Skil ekki þessar annarlegu hvatir hjá fólki að vilja afhomma og aflesbía aðra. Það er eitthvað í sálarlífi slíkra öfgamanna sem þarfnast athugunar.

hee (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 14:04

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Mikið er ég glöð að sjá þig hér í kommúnunni

En þetta viðhorf ákveðins hóps á samkynhneigð er svo fornpúkalegt og fáránlegt til þess að hugsa að fólkið lifi á 21. öldinni með öllum tækninýjungum, upplýsingaflæði og munaði sem henni fylgir. Get samsinnt Hildi Eddu með það að vert væri að skoða hvað fær þessa einstaklinga til að hefja sig upp og vilja afhomma og/eða aflesbía (þó svo að það sé nú eitthvað hallærislegra af umræðunni að dæma) annað fólk. Grandiose self kannski?

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 30.1.2007 kl. 14:28

3 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Leitið og þér munuð finna, er ágætis viðmið þegar kemur að því að grafla í Biblíunni. Hver og einn getur fundið það sem hann vill. Leiti fólk að hatri og fordómum er það minnsta mál. Leitin að ást og kærleik sömuleiðis. 

P.s. Vonandi manstu að það má ekki koma nálægt konum á youknowwhat tíma mánaðarins samkvæmt hinu heilaga riti. Spurning að tilkynna sig veikan í vinnunni...

erlahlyns.blogspot.com, 30.1.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband