Rigning en NÓTA BENE ekki rok !

...jæja...

Það rignir núna hér í kóngsins köben með svona dash af hagli.

Hér bíða danirnir í skjóli eftir að það styttist upp, ég þramma í ringinguni ekki vegna þess að ég er óþolinmóður heldur er ég nú sem Íslendingur vanur að rigningin standi ekkert yfir í stutta stund. Ef við Íslendingar biðum eftir að stytti upp í skjóli á laugarvegnum þá gætum við allt eins verið þar í marga daga. Svo er nú rigninginn á Íslandi þekkt fyrir að taka alltaf rokið með sér svo flest skjól eru nú hálf gangslaus. Hér notast fólk við regnhlífar enda er rigningin hér mjög regnhlífavæn. Rigningin hér er bara ekki með þessa sömu heift og reiði og bara kvikyndisskap!

Mér fannst æði að labba í rigninguni með smá hagli enda var ekki rok með....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband